Hafirðu ákveðið að taka stökkið viljum við segja:
„Vertu velkomin og megi þér líða sem allra best í okkar barnvæna, fallega og veðursæla umhverfi.“
Sértu ennþá að velta málunum fyrir þér þá er ekki úr vegi að lesa sér til hér og mögulega kíkja í heimsókn, því sjón er sögu ríkari!
Múlaþing - uppspretta tækifæra
Ertu að hugsa um að flytja austur?
Hvort sem þú ert að velta því fyrir þér að flytja í Múlaþing eða hefur tekið ákvörðunina nú þegar, þá ættu upplýsingarnar hér að neðan að koma að góðum notum.
Add new text here?

Sameinuð stöndum við sterkar að vígi
Sveitarfélagið Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Múlaþing er annað víðfeðmasta sveitarfélag landsins og nær yfir 10.671 ferkílómetra sem nemur rúmum 10% af flatarmáli Íslands. Íbúum í sveitarfélaginu hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum og eru þeir nú vel á sjötta þúsund.
Hér má sjá nokkur myndbönd þar sem íbúar í þéttbýliskjörnunum á Borgarfirði eystra, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði ræða upplifun sína og reynslu af því að búa í Múlaþingi.
Borgarfjörður eystri
Borgarfjörður eystri er heimili lundans og Bræðslunnar. Fjölskulduvænt samfélag þar sem öll sem vilja verða hluti af hópnum, enda munar um hvern einstakling í ekki stærri byggðakjarna. Á Borgarfirði fá íbúar að nýta krafta sína og fá stuðnig við að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Í kjarnanum er verslun sem rekin er af íbúum, þar er rekin ferðaþjónusta, starfrækt ýmiskonar framleiðsla, útgerðarfyrirtæki og fleira. Forsjáraðilar barna á leikskólaaldri fá leikskóladvölina sér að kostnaðarlausu.
Borgarfjörður eystri er sannkölluð náttúruparadís þar sem hægt er að finna ótal gönguleiðir eins og um Víknaslóðir og svo mætti lengi telja.
Egilsstaðir
Egilsstaðir er yngsti en jafnframt stærsti byggðakjarninn í sveitarfélaginu og sannkallaður suðupottur verslunar og þjónustu.
Á Egilsstöðum er flugvöllur, framhaldsskóli, ýmiskonar verslanir og þjónusta, ferðaþjónusta og framleiðsla svo fátt eitt sé nefnt.
Í byggðarlaginu er hægt að njóta menningar, stunda fjölbreytta íþróttaiðkun, finna leik-,
grunn- og framhaldsskóla sem og þjónustu við háskólanema. Í nálægð við kjarnann er hægt að njóta útivistar í iðjagrænum skógum en nánast inn í bænum er Selskógur og svo í um það bil 20 mínútna akstursfjarlægð er Hallormsstaðaskógur.
Djúpivogur
Á Djúpavogi ríkir hæglætishugarfar en kjarninn er hluti af Citaslow hreyfingunni en það er alþjóðlegt tengslanet bæja sem hafa sett sér það markmið að hafa rólyndi í öndvegi. Fólk á Djúpavogi starfar meðal annars við þjónustu, framleiðslu, fiskeldi og útgerð.
Í námunda við þéttbýlið er hægt að njóta gönguferða um fallegar fjörur, fara í fuglaskoðun og spóka sig um í Hálsaskógi. Á Djúpavogi eru frábær söfn og annað menningartengt en margir hafa heyrt af eggjunum í Gleðivík og Hammondhátíðinni. En einhverju færri vita til dæmis af Tanknum en þar er hægt að nýta sérstaka hljóðvist og búa til tónverk hvort sem er til að njóta
Seyðisfjörður
Borgarfjörður eystri
Egilsstaðir
Djúpivogur
Seyðisfjörður
Egilsstaðir
Skrunaðu til hliðar til þess að sjá fleiri myndbönd
Media Title
Media description goes here
Media Title
Media description goes here
Media Title
Media description goes here
Media Title
Media description goes here
Media Title
Media description goes here
Media Title
Media description goes here
Media Title
Media description goes here
Media Title
Media description goes here
Skólar í Múlaþingi
Í Múlaþingi má finna skóla á öllum skólastigum sem og prýðisaðstöðu fyrir þá sem stunda fjarnám.
Leikskólar
Leikiskólar Múlaþings eru sex talsins og ef þú ýtir á þennan hlekk geturðu lesið þér til um hvern og einn þeirra. Ef þú vilt fara beint í að sækja um þá er það gert í gegnum Völuna.
Komist barnið þitt ekki strax inn í leikskóla en er orðið 12 mánaða eða eldra gætirði átt rétt á daggæsluframlagi en þú getur lesið þér nánar til um það á heimasíðu Múlaþings.
Grunnskólar
Í gegnum þennan hlekk geturður fundið helstu upplýsingar um grunnskólana í Múlaþingi en þeir eru sex talsins.
Skráning í skólana fer fram í gegnum Mínar síður.
Framhaldsskóli
Í Múlaþingi er einn framhaldsskóli en það er Menntaskólinn á Egilsstöðum. Þau sem koma lengra að geta nýtt sér heimavistina við skólann. Til þess að sækja um í skólanum er farið í gegnum island.is.
Fyrir þau sem vilja frekar komast í verknám er einnig verknámsskóli á Austurlandi en hann er í Neskaupsstað og heitir Verkmenntaskóli Austurlands. Skólinn er einnig með heimavist og sótt er um skólavist á sama stað og sótt er um í Menntaskólann á Egilsstöðum.
Frístund
Í Múlaþingi er hægt að skrá börn í 1.–4. bekk í frístund að loknum skóladegi til klukkan 16:00. Það er gert í gegnum heimasíður skólanna.
Á sumrin er svo boðið upp á sumarfrístund og eru allar upplýsingar um hana birtar á vorin þegar opnað er fyrir skráningar.
Háskóli
Í Múlaþingi er starfrækt deild frá Háskóla Íslands í samstafi við Hallormsstaðaskóla. Námið er til húsa í Hallormsstað og kallast Skapandi Sjálfbærni.
Á Austurlandi er einnig hægt að stunda BS nám í tölvunarfræði en kennsla fer fram á Reyðarfirði.
Fjarnám
Margir framhaldsskólar og flestir háskólar landsins bjóða upp á fjarnám. Þau sem ákveða að nýta sér það geta leitað til Austurbrúar til þess að hafa aðgang að fjarnámsverum, taka próf, sótt námskeið, fengið ráðfjög og fleira. Á heimasíðu Austurbrúar má lesa nánar um þjónustu við fjarnema.
Tónlistarskólar
Tónlistarskólarnir í sveitarfélaginu eru fimm talsins og stunda nemendur nám sitt á skólatíma grunnskólanna. Hægt er að fræðast nánar um tónlistarskólana í gegnum þennan hlekk.
Vinnuskóli
Á sumrin starfrækir Múlaþing vinnuskóla fyrir unglinga sem vilja taka sín fyrstu skref í vinnu. Hægt er að lesa um fyrirkomulag vinnuskólans á þessum hlekk en tilkynnt er á heimasíðu sveitarfélagsins og í auglýsingum þegar opnað er fyrir umsóknir.
Skólar í Múlaþingi
Í Múlaþingi má finna skóla á öllum skólastigum sem og prýðisaðstöðu fyrir þá sem stunda fjarnám.
Leikskólar
Leikiskólar Múlaþings eru sex talsins og ef þú ýtir á þennan hlekk geturðu lesið þér til um hvern og einn þeirra. Ef þú vilt fara beint í að sækja um þá er það gert í gegnum Völuna.
Komist barnið þitt ekki strax inn í leikskóla en er orðið 12 mánaða eða eldra gætirði átt rétt á daggæsluframlagi en þú getur lesið þér nánar til um það á heimasíðu Múlaþings.
Grunnskólar
Í gegnum þennan hlekk geturður fundið helstu upplýsingar um grunnskólana í Múlaþingi en þeir eru sex talsins.
Skráning í skólana fer fram í gegnum Mínar síður.
Framhaldsskóli
Í Múlaþingi er einn framhaldsskóli en það er Menntaskólinn á Egilsstöðum. Þau sem koma lengra að geta nýtt sér heimavistina við skólann. Til þess að sækja um í skólanum er farið í gegnum island.is.
Fyrir þau sem vilja frekar komast í verknám er einnig verknámsskóli á Austurlandi en hann er í Neskaupsstað og heitir Verkmenntaskóli Austurlands. Skólinn er einnig með heimavist og sótt er um skólavist á sama stað og sótt er um í Menntaskólann á Egilsstöðum.
Frístund
Í Múlaþingi er hægt að skrá börn í 1.–4. bekk í frístund að loknum skóladegi til klukkan 16:00. Það er gert í gegnum heimasíður skólanna.
Á sumrin er svo boðið upp á sumarfrístund og eru allar upplýsingar um hana birtar á vorin þegar opnað er fyrir skráningar.
Háskóli
Í Múlaþingi er starfrækt deild frá Háskóla Íslands í samstafi við Hallormsstaðaskóla. Námið er til húsa í Hallormsstað og kallast Skapandi Sjálfbærni.
Á Austurlandi er einnig hægt að stunda BS nám í tölvunarfræði en kennsla fer fram á Reyðarfirði.
Fjarnám
Margir framhaldsskólar og flestir háskólar landsins bjóða upp á fjarnám. Þau sem ákveða að nýta sér það geta leitað til Austurbrúar til þess að hafa aðgang að fjarnámsverum, taka próf, sótt námskeið, fengið ráðgjöf og fleira. Á heimasíðu Austurbrúar má lesa nánar um þjónustu við fjarnema.
Tónlistarskólar
Tónlistarskólarnir í sveitarfélaginu eru fimm talsins og stunda nemendur nám sitt á skólatíma grunnskólanna. Hægt er að fræðast nánar um tónlistarskólana í gegnum þennan hlekk.
Vinnuskóli
Á sumrin starfrækir Múlaþing vinnuskóla fyrir unglinga sem vilja taka sín fyrstu skref í vinnu. Hægt er að lesa um fyrirkomulag vinnuskólans á þessum hlekk en tilkynnt er á heimasíðu sveitarfélagsins og í auglýsingum þegar opnað er fyrir umsóknir.
Lýðskóli
Á Seyðisfirði er LungA skólinn en við skólann er hægt að stunda LIST- og LANDnám. Skólinn starfrækir einnig útvarpsskóla.
Íþrótta- og tómstundastarf
Í Múlaþingi er metnaðarfullt íþrótta- og tómstundastarf og ættu flest að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Flest börn eru í einhverjum tómstundum og er þátttaka barna í slíku starfi sveitarfélaginu hugleikin og því standa Múlaþing og íþróttafélagið Höttur fyrir verkefninu „Allir með“ fyrir börn í 1. og 2. bekk. Þar er eitt gjald greitt fyrir þátttöku barna í tómstundum en þau geta skráð sig í margt og þannig fengið smjörþefinn af ólíkum íþróttagreinum. Hægt er að finna upplýsingar um íþróttafélög, og þannig einnig það sem í boði er, í gegnum þennan hlekk.
Frístundastyrkur/tómstundaframlag
Múlaþing býður upp á frístundastyrk til handa börnum sem stunda tómstundir. Flest félög hafa þann háttinn á að við skráningu í gegnum Sportabler er hægt að haka við nýtingu á styrknum. Þar sem slíkt er ekki í boði þarf að fá kvittun fyrir námskeiðinu og senda á deildarstjóra íþrótta- og tómstunda.
Félagsmiðstöðvar
Félagsmiðstöðvarnar eru þrjár og er hægt að fá nánari upplýsingar um þær á heimasíðu sveitarfélagsins. Þær bjóða upp á ýmis konar afþreyingu fyrir börn á grunnskólaaldri.
Ungmennahús
Vegahúsið Ungmennahús er til húsa í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum. Þar er fjölbreytt félagsstarf fyrir ungmenni á aldrinum 16–25 ára. Nánar er hægt að lesa sér til á Facebook-síðu Vegahússins.
Náttúruskólinn
Náttúruskólinn er frábær viðbót við íþrótta- og tómstundastarf í Múlaþingi. Í skólanum er lögð áhersla á reynslunám utandyra þar sem styrkleikar uppgötvast og sjálfstraust eykst. Hægt er að fylgjast með framboði á námskeiðum hjá Náttúruskólanum á heimasíðu skólans.
Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar
Í sveitarfélaginu er að finna ýmis konar íþróttamannvirki, eins og til dæmis sparkhöll, íþróttahús og inni- og útisundlaugar. Hægt er að lesa sér meira til um staðsetningar, opnunartíma og annað á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skíðasvæðið í Stafdal
Á Seyðisfirði er frábært skíðasvæði, en á heimasíðu Stafdals er hægt að lesa sér til um verð, færð og opnunartíma. Vert er að minnast á að kaupi fólk kort í Stafdal hefur það einnig aðgang að skíðasvæðinu í Oddsskarði.
Heilbrigðis- og félagsþjónusta
Heilbrigðisstofnun Austurlands eða HSA heldur utan um heilbrigðisþjónustu á Austurlandi og rekur umdæmissjúkrahús í Neskaupstað sem og 10 heilsugæslustöðvar, þar af þrjár í Múlaþingi.
Heilsugæslustöðvar
Í Múlaþingi eru heilsugæslustöðvar á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Á Borgarfirði eystri er rekið heilsugæslusel þar sem hjúkrunarfræðingur hefur fasta viðveru vikulega sem og fjarlækningartæki.
Á Austrland koma reglulega sérfræðingar, en nánar er hægt að lesa um komur þeirra og tilhögun tímapantana á heimasíðu HSA.
Apótek
Á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði er Lyfja með útibú þar sem hægt er að nálgast lyf og helstu þjónustu apóteka.
Félagsþjónusta
Félagsþjónustan í Múlaþingi sinnir þjónustu við íbúa sveitarfélagsins sem og á Vopnafirði og í Fljótsdal. Hægt er að lesa sér til um þá þjónustu og það fyrirkomulag sem unnið er eftir á heimasíðu Múlaþings.
Menningarstarf
Í Múlaþingi eru rekið metnaðarfullt menningarstarf og eru ýmis söfn og menningarrými að finna í sveitarfélaginu.
Sláturhúsið Menningarmiðstöð
Sláturhúsið er menningarmiðstöð á Egilsstöðum. Í húsinu eru rými til viðburða, listsýninga og gjörninga sem og sviðslistarými. Þá er Vegahúsið ungmennahús staðsett í Sláturhúsinu.
Bókasöfn
Í sveitarfélaginu eru rekin þrjú almenningsbókasöfn. Hægt er að lesa allt um opnunartíma þeirra, staðsetningu og annað með því að smella á þennan hlekk. Allir íbúar Múlaþings fá gjaldfrjáls skírteini á bókasöfn sveitarfélagsins.
Félagsþjónusta
Félagsþjónustan í Múlaþingi sinnir þjónustu við íbúa sveitarfélagsins sem og á Vopnafirði og í Fljótsdal. Hægt er að lesa sér til um þá þjónustu og það fyrirkomulag sem unnið er eftir á heimasíðu Múlaþings.
Minjasafn Austurlands
Minjasafn Austurlands hefur það hlutverk að safna, skrásetja og varðveita minjar um atvinnulíf, búshætti og daglegt líf fólks á Austurlandi. Safnið á í samstarfi við Þjóðminjasafnið og fleiri aðila um umsjón með menningarminjum, aðkomu að fornleifarannsóknum, húsavernd og fleiri verkefni í fjórðungnum. Tvær grunnsýningar eru að staðaldri í safninu:
Sjálfbær eining vísar til þess að áður fyrr þurftu sveitaheimili að vera sjálfum sér næg um allar lífsnauðsynjar: matvæli, fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól.
Hreindýrin á Austurlandi er sýning um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna; sögu veiða, rannsóknir, og nýtingu afurða til matar, í handverk og hönnun.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Héraðsskjalasafn Austfirðinga er sjálfstæð skjalavörslustofnun á vegum sveitarfélaga á Austurlandi en lýtur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Meginhlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu sveitarfélaganna og stofnana á þeirra vegum. Auk skjalasafnsins eru ljósmyndasafn og bókasafn í Héraðsskjalasafninu sem geyma margs konar efni sem nýtist til fjölbreyttra rannsókna. Ágætis aðstaða er í safninu fyrir fræðimenn, nemendur og aðra sem stunda rannsóknir.
Tækniminjasafn Austurlands
Tækniminjasafnið er staðsett á Seyðisfirði en þar má sækja sýningar og viðburði sem hægt er að kynna sér á heimasíðu safnsins.
Skaftfell
Skaftfell er miðstöð myndlistar á Austurlandi og er að finna á Seyðisfirði. Hægt er að kynna sér hvaða sýningar eru í gangi hverju sinni á heimasíðu Skaftfells.
Teigarhorn
Rétt fyrir utan Djúpavog er að finna steindasafnið að Teigarhorni. Þar má meðal annars finna steindirnar stilbít, skólesít og mordenít.
Langabúð
Í Löngubúð á Djúpavogi er safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera, sem og minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs
Leikfélag Fljótsdalshéraðs setur reglulega upp skemmtileg verk. Til þess að geta komið þeim til skila þarf áhugaleikara og önnur áhugasöm um töfra leikhússins.
Aðrar upplýsingar
Eldri borgarar
Eldri borgarar í Múlaþingi þurfa ekki að láta sér leiðast, en í kjörnunum má finna ýmis konar félagsstarf. Hægt er að lesa nánar um það á heimasíðu sveitarfélagsins. Þá er einnig til Facebook-hópur fyrir eldri borgara Múlaþings. Þá geta eldri borgarar sótt sér margvíslega þjónustu á vegum sveitarfélagsins, en nánar er hægt að lesa um það sem í boði er hér og hægt er að sækja um þjónustuna í gegnum Mínar síður.
Útivist og gönguleiðir
Múlaþing er mikil náttúruparadís og eru því ýmis útivistarsvæði sem og gönguleiðir vítt og breitt um sveitarfélagið. Öll eru hvött til að kynna sér það sem í boði er. Góður staður til að byrja á er heimasíða sveitarfélagsins.
Byggingarmál
Ef þig langar að byggja eða breyta þá er hægt að finna allar upplýsingar sem þarf um slík mál í gegnum þennan hlekk á heimsíðunni. Þá er einnig hægt að smella hér og skoða þær lóðir sem eru lausar hverju sinni og lesa sér til um hvernig úthlutun fer fram, hver gjöldin eru og þess háttar.
Samgöngur
Á Egilsstöðum gengur strætó sem er farþegum að kostnaðarlausu. Hann gengur á milli Fellabæjar og Egilsstaða með viðkomu á flugvellinum.
Þá gengur einnig strætó á milli kjarna á Austurlandi sem Strætó sér alfarið um.
Á Egilsstöðum er flugvöllur sem sinnir innanlandsflugi nokkrum sinnum á dag, alla daga vikurnnar. Íbúar sveitarfélagsins geta nýtt sér loftbrú þegar þeir ferðast landshornanna á milli. Flugvöllurinn er einn af fjórum alþjóðaflugvöllum landsins og því er stundum hægt að fljúga til útlanda beint frá vellinum.
Frá Seyðisfirði liggur gátt inn í Evrópu í gegnum höfnina en þaðan fer Norræna stóran hluta úr ári og geta íbúar og gestir nýtt sér hana til þess að ferðast á milli landa og geta meira að segja tekið bílinn með sér!
Atvinnulífið
Atvinnulífið í Múlaþingi er öflugt og það er alltaf pláss fyrir öflugt fólk í fjórðungnum. Sumir sækja jafnvel vinnu í Fjarðarbyggð. Það er hægt að skoða laus störf á Austurlandi á austurland.is.
Húsnæði
Fyrir þau sem eru búin að taka ákvörðun um að taka stökkið og eiga bara eftir að finna húsnæði er til dæmis hægt að fylgjast með Facebook hópnum Leiguíbúðir á Austurlandi eða hafa auga með fasteignum á söluskrá.
Skólar í Múlaþingi
Í Múlaþingi má finna skóla á öllum skólastigum sem og prýðisaðstöðu fyrir þá sem stunda fjarnám.
Leikskólar
Leikiskólar Múlaþings eru sex talsins og ef þú ýtir á þennan hlekk geturðu lesið þér til um hvern og einn þeirra. Ef þú vilt fara beint í að sækja um þá er það gert í gegnum Völuna.
Komist barnið þitt ekki strax inn í leikskóla en er orðið 12 mánaða eða eldra gætirði átt rétt á daggæsluframlagi en þú getur lesið þér nánar til um það á heimasíðu Múlaþings.
Grunnskólar
Í gegnum þennan hlekk geturður fundið helstu upplýsingar um grunnskólana í Múlaþingi en þeir eru sex talsins.
Skráning í skólana fer fram í gegnum Mínar síður.
Framhaldsskóli
Í Múlaþingi er einn framhaldsskóli en það er Menntaskólinn á Egilsstöðum. Þau sem koma lengra að geta nýtt sér heimavistina við skólann. Til þess að sækja um í skólanum er farið í gegnum island.is.
Fyrir þau sem vilja frekar komast í verknám er einnig verknámsskóli á Austurlandi en hann er í Neskaupsstað og heitir Verkmenntaskóli Austurlands. Skólinn er einnig með heimavist og sótt er um skólavist á sama stað og sótt er um í Menntaskólann á Egilsstöðum.
Háskóli
Í Múlaþingi er starfrækt deild frá Háskóla Íslands í samstafi við Hallormsstaðaskóla. Námið er til húsa í Hallormsstað og kallast Skapandi Sjálfbærni.
Á Austurlandi er einnig hægt að stunda BS nám í tölvunarfræði en kennsla fer fram á Reyðarfirði.
Fjarnám
Margir framhaldsskólar og flestir háskólar landsins bjóða upp á fjarnám. Þau sem ákveða að nýta sér það geta leitað til Austurbrúar til þess að hafa aðgang að fjarnámsverum, taka próf, sótt námskeið, fengið ráðfjög og fleira. Á heimasíðu Austurbrúar má lesa nánar um þjónustu við fjarnema.
Tónlistarskólar
Tónlistarskólarnir í sveitarfélaginu eru fimm talsins og stunda nemendur nám sitt á skólatíma grunnskólanna. Hægt er að fræðast nánar um tónlistarskólana í gegnum þennan hlekk.
